xDögun

Framboðslisti Dögunar á Akureyri

 

Framboðslisti Dögunnar til bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor var kynntur í Zontahúsinu þann 4. maí. Áður hafði Dögun kynnt oddvita framboðsins en það er Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi og kennari.  Félagsfundur í Dögun sem haldinn var 1. maí samþykkti lista þann sem uppstillingarnefnd lagði til og var kynntur.

Listi Dögunnar lítur þannig út.

1. Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi og kennari

2. Inga Björk Harðardóttir gullsmiður

3. Erling Ingvason tannlæknir

4. Michael Jón Clarke tónlistamaður

5. Sigurbjörg Árnadóttir ráðgjafi

6. Torfi Þórarinsson bifreiðarstjóri

7. Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri

8. Björk Sigurgeirsdóttir viðskiptafræðingur

9. Hólmfríður S. Haraldsdóttir ferðamálafræðingur

10. Signa Hrönn Stefánsdóttir verslumarmaður og húsmóðir

11. Arnibjörn Kúld stjórnunarfræðingur

12. Arnfríður Arnardóttir myndlistarmaður

13. Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir húsmóðir

14. Kári Sigríðarson búfræðingur

Dögun; stjórnmálasamtök um réttlæti sanngirni skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri í hefðbundnum skilningi.

Framboðið leggur af stað með gleði og bjartsýni að leiðarljósi og hyggst leggja að mörkum til að endurnýja stjórnmálin í bænum á uppbyggilegum nótum.