Grein eftir Helgu í Fréttablaðinu

10. júlí 2015 - Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar birti grein í Fréttablaðinu þann 10.júlí síðastliðnn og segir þar m.a.:

„Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja lokaútspil Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka mótspyrnu almennings og ýmissa hópa sem tóku þetta mál að sér. Þar vil ég helst nefna undirskriftasöfnun Þjóðareignar sem setti greinilega mikla pressu á stjórnvöld. Sóknarhópurinn, þverpólitískur hópur sem berst gegn kvótakerfinu, hóf baráttuna þegar átti að leggja fram sáttaleiðina og barðist ötullega gegn makrílfrumvarpinu.“

Öll greinin er hér.

Opið bréf til Alþingismanna

21. júní 2015 - Helga Þórðardóttir

Opið bréf til Alþingismanna

Stjórnmálasamtökin Dögun hvetja Alþingismenn til að hafna alfarið makrílfrumvarpi og reglugerð sjávarútvegsráðherra. Við þurfum að læra af sögunni og varast að gera sömu mistökin síendurtekið. Þar viljum við benda Alþingismönnum á að kynna sér hvað hefur gerst eftir að þeir samþykktu að setja rækju á ný í kvóta síðastliðið haust. Afleiðingarnar af þessu ráðslagi eru nú að koma í ljós. Afleiðingarnar eru að dregið hefur stórlega úr veiðum á rækju nú í lok fiskveiðiárs og þá er ekki búið að landa helmingnum af útgefnum rækjukvóta. Ástæðan fyrir þessum samdrætti virðist vera sú að stærstu útgerðirnar sjá frekar hag sínum borgið í að braska með rækjukvótann, breyta honum í  ufsa, grálúðu eða eitthvað annað.  Það stríðir gegn heilbrigðri skynsemi að minnkuð nýting á krabbadýri geti leitt til aukinnar sóknar í aðra stofna!

Kvótasetning sjávarútvegsráðherra á makrílnum snýst heldur ekki um fiskvernd eða aukna hagkvæmni eins og látið er í veðri vaka heldur er um að ræða afhendingu á auðlind til ákveðinna aðila með ómálefnalegum hætti. Kvótasetningin á makrílnum mun örugglega hafa svipuð áhrif og í rækjunni þ.e. torvelda nýtingu og minnka verðmætasköpun. Reglugerðin mun einnig koma algerlega í veg fyrir nýliðun í greininni og kippa rekstrargrundvelli undan rekstri fjölda smábátasjómanna um allt land. Er það markmið Alþingis?

Fyrir hönd framkvæmdaráðs Dögunar,

Helga Þórðardóttir formaður. 

Gullkistan

5. júní 2015 - Helga Þórðardóttir

Til hamingju með sjómannadaginn!   Gullkistan – net 2015

Félagsfundur

1. júní 2015 - Helga Þórðardóttir

Stjórnmálaástandið-félagsfundur Dögun stjórnmálasamtök boða til félagsfundar miðvikudaginn 3. júní kl 20:00 á Grensásvegi 16A. Dagskrá: Sigurður Haraldsson fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Helga Þórðardóttir kynnir nýtt dreifibréf Dögunar. Framkvæmdaráð.

Óskað er eftir 63 heiðarlegum Íslendingum til starfa.

28. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Laus eru til umsóknar störf 63 þingmanna á Alþingi Íslendinga Leitað er að fjölbreytilegum hópi fólks af báðum kynjum og öllum gerðum, með allskonar menntun og reynslu. Starfið felst aðallega í því að vinna að heildarhagsmunum almennings landi og þjóð til framfara og heilla. Skilyrði: Umsækjandi verður að uppfylla skilyrði Stjórnarskrár Íslands um kjörgengi. Mikilvægt […]

Ályktun um kjaradeilur og óstjórn

25. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þess ástands sem nú ríkir í íslensku samfélagi. Nú stefnir í að landið muni loga í verkföllum á næstu vikum. Fátt virðist benda til þess að gengið verði að kröfum ýmissa þeirra hópa sem nú fara fram á kjarabætur. Á meðan berast fréttir […]

Fundarboð

18. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl.20:00 á Grensásvegi 16 A Dagskrá fundar: 1.Bréf til Greco og Transparency 2. Dreifibréf með helstu stefnumálum Dögunar 3. Heimsóknir á landsbyggðina 4. Gullkistan 5. Atvinnuauglýsing 6.Húsnæðismál 7. Önnur mál

Umsögn Dögunar um makrílfrumvarpið

18. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Reykjavík 30. apríl 2015 Alþingi Nefndarsvið Alþingis Við Austurvöll 150 ReykjavíkA   Umsögn um frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur – Atlantshafsmakríl, 691. mál.   Inngangur Stjórnmálasamtökin Dögun hafna alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um kvótasetningu á makríl. Dögun hafnar þeim þjófnaði og þeirri einkavinavæðingu sem þar er ráðgerð. Málsmeðferð þingsins er fyrir neðan allar […]

Nýlendustefna á haus

18. maí 2015 - Ritstjórn

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar. Íslendingar hafa ekki efni á að reka eigin Landhelgisgæslu.Þeir hafa heldur ekki efni á að reka almennilegt og mannúðlegt fangelsiskerfi og réttarkerfið er fjársvelt. Íslendingar hafa heldur ekki efni á að gera við götur höfuðborgarinnar, vegi út á landi eða þjóðveginn. Íslendingar hafa heldur ekki efni á því að reka heilbrigðiskerfið […]

Ályktun um makrílkvótann

25. apríl 2015 - Helga Þórðardóttir

Stjórnmálasamtökin Dögun hafna alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um kvótasetningu á makríl. Dögun hafnar þeim þjófnaði og þeirri einkavinavæðingu sem þar er ráðgerð. Dögun bendir á að veiðireynsla stórútgerðarinnar byggist að stórum hluta á óábyrgum veiðum til mjölvinnslu, sem miðuðust við að landa sem mestu magni af makríl óháð þeim verðmætum sem hægt var að búa til. […]