Kvótakerfið besta hagstjórnartækið?

2. október 2015 - Ritstjórn

Pétur Guðmundsson skrifar.

Árin milli 1955 -60 fóru þorskveiðar tvisvar yfir 500.000 tonn, og aldrei undir 400.000 tonn. 1955, 538 þús. og 1958, 509 þús.Lægst 1957, 452 þús. tonn. Síðan kvótakerfið kom til sögunnar hefur þorskveiði hæst farið í 392 þúsund tonn árið 1987. Síðan hefur aflinn farið minnkandi og eftir 1992 hefur aflinn ekki farið yfir 300 þúsund tonn. Aldamótaárið er landað 236 þús. tonnum og árið eftir 235 þúsund tonnum. 2007 er aflinn 170.000 tonn. Árið 2014 var landað 239 þúsund tonnum.

Aldeilis góður árangur það. Þó fullyrða sjómenn að nóg sé af fiski um allan sjó. Bátar liggja í höfnum víða vegna þess að það er ekki til kvóti fyrir meðafla eða kvóti ófáanlegur. Mikið hvað þetta er góð fiskveiðistjórnun.
Sögur af brottkasti eru yfirgengilegar, en þær eru ekki sagðar nema undir fjögur augu og helst ekki nema að augun séu þrjú. Því að ef upp kemst þá verður viðkomandi atvinnulaus, og ekki bara hjá þeirri útgerð sem hann var hjá, heldur á sá á hættu að fá hvergi pláss.

Miðin eru illa nýtt þar sem vertíðarfloti er nánast ekki lengur til. Sjávarplássin eru hvert af öðru nánast að leggjast í eyði vegna þessara aðstæðna, sem eru manngerðar og öndverðar við alla skynsemi. Síðasta ár sem aflinn fer yfir 300 þúsund tonn er 1991 en þá var aflinn 309 þúsund tonn. Tíu árum áður er aflinn 469 þúsund tonn, er það síðasta ár sem aflinn nær 400 þúsund tonnum.

Fróðlegt væri ef fiskifræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa einhver svör við þeirri spurning, hvort aukin loðnuveiði hafi einhver áhrif á stofnstærð þorsks?

Þó breytt sé um aðferð við stjórn fiskveiða er ekki þar með sagt að veiðar skuli vera stjórnlausar. Heldur verður, ef gæta skal að þjóðarhag, að miða fiskveiðar við að sem mestur ávinningur verði fyrir þjóðina og samfélagið. Hámarka afrakstur fiskistofnanna og skila til samfélagsins ágóðanum. Hann getur verið í formi hærri skatta vegna aukinna tekna fleiri af fiskveiðum.

Vegna þess sem að ofan er ritað er auðséð að það verður að skoða þá fiskveiðistjórnun sem hefur reynst eins illa og raun ber vitni að hugsa allt upp á nýtt, og ekki síst fiskirannsóknir.

Það vantar að minnsta kosti 100 þúsund ton af þorski á ári að meðaltali síðustu 25 til 30 ár. Á núvirði eru það talsverðir fjármunir. Ég ætla ekki að reikna það út hér, þó ég hafi gert það annarsstaðar, það bítur betur ef lesendur gera það sjálfir. Á núvirði er t.d. hægt að nota 300 kr fyrir hvert kíló. 300.000 hvert tonn. Og það er verðið við löndun, síðan bætist við virðisaukinn við vinnsluna í landi sem er líklega annað eins.Síðan er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir mismuni ríkiseignar og þjóðareignar. En sá munur er afgerandi í þessu máli.

Kvótakerfið hefur tilhneigingu til að miða við jafnstöðuafla, það þýðir að viðmiðunin er þegar stofnarnir eru í lægð en ekki hámarks nýting fiskistofnanna

Nú er eðlilegt að spurt sé: Er kvótinn besta hagstjórnartækið?

Allir hugsandi menn hljóta að sjá að núverandi fiskveiðistjórn er ónothæf.

Veiðihæfni króka er talinn vera um það bil 6 pró/mill. Þessvegna ætti að afnema alveg öll höft á krókaveiðum bæði línu- og færaveiðar. Einu takmarkanirnar ættu að vera í sókn smábáta sem miðuðust við ákveðna spá um veðurhæð.

 

Framkvæmdaráðsfundur 1. október 2015

28. september 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 1 október 2015 kl 20:00.

Fundarstaður Grensásvegur 16A. Reykjavík.

Dagskrá:

Viðtöl og upptökur.

Fjármál.

Landsfundur.

Félagsfundur.

Önnur mál.

Samfélagsvæðum Landsbankann

28. september 2015 - Ritstjórn

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, gjaldkeri Dögunar, skrifaði grein í Kjarnann undir fyrirsögninni „Samfélagsvæðum Landsbankann„. Í greininni segir meðal annars að hugmyndin um samfélagsbanka snúi að því …,,að því að gera Landsbanka Íslands, þar sem íslenska ríkið á 98%, að svokölluðum ,,samfélagsbanka.“ Kjarninn í þeirri hugmynd er að samfélagsbanki sé nær fólkinu og stundi fyrst og fremst […]

Landsfundur Dögunar 2015

11. september 2015 - Helga Þórðardóttir

Landsfundur Dögunar 2015 Hér með er boðað til landsfundar Dögunar sem verður haldinn dagana 6 og 7. nóvember 2015. Fundarstaður verður Grensásvegur 16A í Reykjavík. Nánari dagskrá auglýst síðar. Auk hefðbundinna landsfundarstarfa verður lögð áhersla á eftirfarandi; Kjarnastefnu Dögunar, lög Dögunar og stefnumál. Nauðsynlegt er að fundurinn sé vel undirbúinn og er því hér með […]

Framkvæmdaráðsfundur 10.september

8. september 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. september kl. 20:00 á Grensásvegi 16 A Dagskrá: 1. Nýjustu fréttir af húsnæðismálum 2.Undirbúningur fyrir landsfund 3. Fréttabréf til félagsmanna 4. Málþing 5. Heimasíða Dögunar 6. Auglýsing 7 .Önnur mál

Framkvæmdaráðsfundur 27. ágúst 2015

6. september 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur  27. ágúst 2015 Mættir : Guðjón  Arnar, Björgvin , Baldvin, Helga, Sigurður  og  Sigurjón. Áheyrn : Árni Þór og Sigríður. Ritari: Guðjón Arnar Fyrsta mál á dagskrá voru almennar umræður um stöðu mála hjá Dögun og landslagið í pólitíkinni. Verðum að ákveða framtíð Dögunar í haust. Hvað viljum við og hvert viljum við stefna? […]

Framkvæmdaráðsfundur 27. ágúst

25. ágúst 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 27.ágúst kl.18:00 á Grensásvegi 16 A. Þetta er fyrsti fundir eftir sumarfrí og mun dagskráin fyrst og fremst miða að því að skipuleggja starf vetrarins. Léttar veitingar verða í boði Dögunar. Viljum minna á að framkvæmdaráðsfundir eru opnir öllum félagsmönnum. Hugmynd að dagskrá: 1. Almennar umræður um stöðuna hjá Dögun og […]

Helga skrifar meira

3. ágúst 2015 - Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, lætur ekki deigan síga í greinarskrifum og bætti við einni í Fréttablaðið um daginn. Umfjöllunarefnið var bankamál og hófst greinin svona „Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt […]

Grein eftir Helgu í Fréttablaðinu

10. júlí 2015 - Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar birti grein í Fréttablaðinu þann 10.júlí síðastliðnn og segir þar m.a.: „Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja […]

Opið bréf til Alþingismanna

21. júní 2015 - Helga Þórðardóttir

Opið bréf til Alþingismanna Stjórnmálasamtökin Dögun hvetja Alþingismenn til að hafna alfarið makrílfrumvarpi og reglugerð sjávarútvegsráðherra. Við þurfum að læra af sögunni og varast að gera sömu mistökin síendurtekið. Þar viljum við benda Alþingismönnum á að kynna sér hvað hefur gerst eftir að þeir samþykktu að setja rækju á ný í kvóta síðastliðið haust. Afleiðingarnar af […]