Framkvæmdaráðsfundur fimmtudaginn 26. nóvember kl. 18:30 á Grensásvegi 16a

24. November 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 18:30 á Grensásvegi 16a

Dagskrá fundar:

1. Svarbréf ASÍ.

2. Kynningarefni, auglýsingar á facebokk.

3. Félagsfundir og fundir á landsbyggðinni.

4. Önnur mál.

ASÍ svarar Dögun

20. November 2015 - Helga Þórðardóttir

Sæl vertu Helga og afsakaðu töfina, sem orsakast af önnum.

Spurt er: Hver er afstaða ASÍ til orða aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands um nauðsyn þess að hækka vexti til að halda niðri kaupmætti launafólks.

Í fyrsta lagi er ljóst að aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands er að benda á þá staðreynd, að til að slá á þenslu og verðbólgu þurfi að draga úr umsvifum í hagkerfinu og þar sem ríkisstjórn ætlar bersýnilega ekki að beita sínum hagstjórnartækjum telji Seðlabankinn nauðsynlegt að hækka stýrivexti til þess að lækka ráðstöfunartekjur almennings og stuðla að lægra fjárfestingarstigi fyrirtækja. Þetta eru gamalkunnug sannindi og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld séu meira samstíga í hagstjórn.
Í öðru lagi hafa Íslendingar lengi búið við meiri verðbólgu og hærri vexti en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Ástæðurnar eru einkum óstöðug örmynt og agaleysi og óstjórn í efnahagsmálum. Þetta hefur AÍS löngum gangrýnt og kallað eftir breyttri peningastefnu, nýjum gjaldmiðli og agaðri hagstjórn. Í umsögn ASÍ um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands árið 2001 sagði m.a: “…nauðsynlegt [er] að ákvarðanir bankastjórnar taki ekki blint mið af verðbólgustiginu heldur einnig af atvinnustigi og hagvexti.” Ársfundur ASÍ ályktaði árið 2008 um nauðsyn þess að leggja krónunni og taka upp evru. Þá hefur ASÍ ítrekað kallað eftir meiri aga í hagstjórninni og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að stuðla að þenslu með skattalækkunum og vexti ríkisútgjalda á sama tíma og Seðlabankinn metur aðstæður í hagkerfinu þannig að slíkt leiði beint til hækkunar vaxta. Enginn vafi er á því að mótsagnakennd beiting hagstjórnartækja ríkisins og Seðlabankans á árunum 2004-2008 átti verulegan þátt í því efnahagshruni sem hér varð og leiddi til falls bankanna og gríðarlegrar gengisfellingar og verðbólgu. Ekki er líklegt að ný tilraun með sömu aðferðum leiði til annarrar og betri niðurstöðu og því hefur ASÍ áréttað mikilvægi þess að hér verði tekin upp ný og breytt vinnubrögð bæði á vinnumarkaði og við stjórn efnahagsmála, þar sem skammtíma pólitískir hagsmunir víki fyrir langtíma hagsmunum launafólks og landsmanna allra.

Kveðja,

Gylfi Arnbjörnsson
Forseti ASÍ

Þöggun eða lýðræði

13. November 2015 - Helga Þórðardóttir

Það er deginum ljósara að fjölmiðlar hunsa flest allar ályktanir og fréttatilkynningar frá Dögun, stjórnmálasamtökum um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Þó að einum fréttamiðli undanskildum, netmiðlinum Mbl.is Þöggun fjölmiðla hefur reynst Dögun ill möguleg að rjúfa. Kom það einkar vel í ljós núna um síðustu helgi er Dögun hélt sinn landsfund. Ekki stakt orð um […]

Dögun spyr ASÍ

13. November 2015 - Helga Þórðardóttir

Dögun spyr Hver er afstaða ASÍ til orða aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands um nauðsyn þess   að hækka vexti til að halda niðri kaupmætti launafólks ? Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði hafa sent þessa fyrirspurn til ASÍ.

Framkvæmdaráðsfundur 12. nóv 2015

10. November 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur 12. nóv 2015 á Grensásvegi 16a kl 18;30 DAGSKRÁ Verkskipting og vinnureglur Siðareglur úrskurðarnefndar Undirskriftir stórnarmeðlima til fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra Erindi frá Stjórnarskrárfélaginu Málefnahópar Önnur mál Framkvæmdaráð

Stjórnmálaályktun

8. November 2015 - Helga Þórðardóttir

Stjórnmálaályktun landsfundar Dögunar 2015.   Dögun stjórnmálasamtök samþykktu á landsfundi sínum kjarnastefnu samtakanna sem stefnir að sanngjarnara og réttlátara fjármála-, velferðar-  og húsnæðiskerfis Fundurinn samþykkti einnig ályktun um stjórnarskrármál, uppgjör föllnu bankanna og húsnæðismál.   Húsnæðismál   Dögun fordæmir seinagang ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og í raun hefur ekkert gerst annað en að arðsemisfjárfestum hefur verið […]

Fréttir af landsfundi Dögunar 2015

8. November 2015 - Helga Þórðardóttir

Landsfundi Dögunar lauk í gær. Fundurinn tókst með ágætum og var mikið unnið. Samþykkt var á Landsfundinum Kjarnastefna, stefna í; efnahagsmálum, velferðar-og heilbrigðismálum, lífeyrismálum og skattamálum. Breytingar á lögum Dögunar voru samþykktar.Siðareglur samþykktar sem vinnureglur úrskurðarnefndar fram til næsta landsfundar. Auk þess var kosning til embætta, sjá hér fyrir neðan. Stjórnmálaályktanir samþykktar. Kjörnir fulltrúar á […]

Dagskrá landsfundar Dögunar 6-7 nóv 2015

4. November 2015 - Helga Þórðardóttir

Dagskrá landsfundar Dögunar 6-7 nóvember 2015 Staður:   Grensásvegur 16a Reykjavík Föstudagur 6. nóvember 16:30 Mæting 17:00 Setning landsfundar og kosning fundarstjóra og ritara. Skýrsla framkvæmdaráðs Ársreikningar ársins 2014 Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga Afgreiðsla reikninga Kynning á fundargögnum Matarhlé Umræður um kjarnastefnu Laugardagur 7. nóvember 10:00-12:30 Málefnavinna Lagabreytingar Stefnuskjöl Stjórnmálaályktun Aðrar ályktunartillögur Hlé Fundur […]

Landsfundur Dögunar

26. October 2015 - Helga Þórðardóttir

Landsfundur Dögunar verður haldinn 6. og 7. nóvember 2015. Fundarstaður verður Grensásvegur 16A í Reykjavík. Viltu berjast fyrir eftirfarandi breytingum á íslensku samfélagi? Afnám verðtryggingar á neytendalánum. Hið opinbera stofni virkan samfélagsbanka Lágmarkslaun verði aldrei lægri en lágmarksframfærsluviðmið Húsaleigumarkaður skal uppbyggður að norrænni, þýskri eða austurrískri fyrirmynd Nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina Auðlindarákvæði þar sem þjóðinni […]

Hugmyndir að nýrri kjarnastefnu

24. October 2015 - Helga Þórðardóttir

Hugmyndir að nýrri kjarnastefnu Dögunar: Undanfarnar vikur hefur málefnahópur unnið að því að lagfæra kjarnastefnu Dögunar. Kjarnastefna Dögunar hefur ekkert breyst frá 2012 eða frá stofnun Dögunar. Það var því orðið tímabært að endurskoða kjarnastefnuna. Kjarnastefnan er grunnstefna sem allir sem vilja fylgja Dögun að málum sameinast um. Því er mikilvægt að sem flestir félagsmenn […]