Ályktun um lágmarkslaun

17. apríl 2015 - Helga Þórðardóttir

Dögun stjórnmálasamtök styðja kröfu launafólks um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Dögun bendir stjórnvöldum á að hækkun persónuafsláttar eykur kaupmátt lægstu launa. Dögun bendir jafnframt á að vaxandi launamunur og ójöfnuður verður til þess að skapa frekari sundrungu og óánægju í samfélaginu.

Framkvæmdaráðsfundur 16. april

14. apríl 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 16.apríl kl.20:00 á Grensásvegi 16 A

Dagskrá fundar :
Húsnæðismál
Stefnuskjöl -útdráttur efnahagsstefna
Svipan
Viðburðir framundan
Ályktun
Önnur mál

Samantekt frá fundi um sjávarútvegsmál

21. mars 2015 - Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Dögun hélt opinn fund um sjávarútvegsmál í Kópavogi 12. mars síðastliðinn á veitingastaðnum Catalina, vel var mætt, húsfyllir og líflegar umræður. Fulltrúar í pallborði voru; Árni Múli Jónasson frá BF, Erling Ingvason frá Dögun, Gunnar Ingiberg Gunnarsson frá Pírötum, Lilja Rafney Magnúsdóttir frá VG, Ólafur Jónsson frá Sóknarhópnum og Ólína Þorvarðardóttir frá SF. Sjálfstæðisflokkur og […]

Ályktun um TISA

19. mars 2015 - Helga Þórðardóttir

Ályktun félagsfundar Dögunar um TISA samningana, haldinn fimmtudaginn 19. mars 2015. Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði vilja vekja athygli á nýjum fjölþjóðlegum samningi-TISA en Ísland tekur þátt í samningaferli vegna hans. Um er að ræða fríverslunarsamning um þjónustu. Þessi samningur fjallar um fjármálastarfsemi, þjónustu opinberra- og einkaaðila, lýðræðisleg réttindi launafólks og margt fleira. […]

FÉLAGSFUNDUR, TISA og lýðræðið

16. mars 2015 - Helga Þórðardóttir

Félagsfundur hjá Dögun verður haldinn fimmtudaginn 19. mars kl. 20:00. Staðsetning: Grensásvegur16A Fundarefni: TISA og lýðræðið. Gunnar Skúli Ármannsson mun kynna það sem er vitað um TISA samninginn sem er í burðarliðnum. Um er að ræða nýjan fríverslunarsamning sem fjallar mest um þjónustu. Ísland er þátttakandi í samningaviðræðunum. TISA samningurinn gæti skert völd lýðræðislegra kjörinna […]

Vel heppnaður fundur um sjávarútvegsmál

14. mars 2015 - Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Dögun hélt vel heppnaðan fund um sjávarútvegsmál á veitingastaðnum Catalina í Kópavogi, þar sem vel var mætt og umræður líflegar. Fundurinn var sendur út á netinu og þar hafa yfir 500 manns skoðað upptökuna.

Fundur um sjávarútvegsmálin

11. mars 2015 - Helga Þórðardóttir

Stjórnmálasamtökin Dögun bjóða til fundar um sjávarútvegsmál fimmtudaginn 12.mars á veitingastaðnum Catalína Hamraborg 11 kl.20:00. Fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi er boðið á fundinn til að kynna stefnu síns flokks í sjávarútvegsmálum. Fulltrúa frá Sóknarhópnum er jafnframt boðið til að kynna sín stefnumál. Að framsöguerindum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Fundarstjóri: Sigurjón Þórðarson Frummælendur: […]

Ályktun

28. febrúar 2015 - Helga Þórðardóttir

Grímulaus skattaundanskot hjá HS-veitum Stjórnmálasamtökin Dögun vara eindregið við þeirri þróun sem nú á sér stað í fyrirtækinu HS-veitur á Suðurnesjum. Í Reykjavík vikublað þann 21.febrúar var sagt frá aðgerðum fyrirtækisins til þess að hygla eigendum skattalega, þ.e.a.s. að koma eigendum undan því að borga skatta. Á meðal eigendanna eru einkaaðilar, sem með aðgerðum fyrirtækisins […]

Fréttatilkynning 8. Febrúar

8. febrúar 2015 - Helga Þórðardóttir

Fréttatilkynning vegna orða Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra skellir skuldinni á skattrannsóknarstjóra og heldur því fram að ábyrgðina sé að finna þar, á því að ekki sé búið að kaupa gögn um íslenska skattrgreiðendur með fé í skattaskjólum. Stjórnmálasamtökin Dögun gáfu þjóðinni það áramótaheit að stuðla að því með öllum ráðum að hjálpa stjórnvöldum við að […]