Ályktun um kjaradeilur og óstjórn

25. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þess ástands sem nú ríkir í íslensku samfélagi.

Nú stefnir í að landið muni loga í verkföllum á næstu vikum. Fátt virðist benda til þess að gengið verði að kröfum ýmissa þeirra hópa sem nú fara fram á kjarabætur. Á meðan berast fréttir af feitum bónusum í bankakerfinu, tryllingslegum hagnaði bankanna og makrílfrumvarpi sem færir fáum útvöldum milljarða. Á sama tíma berast einnig fréttir af auknum ójöfnuði í íslensku samfélagi. Þá má benda á þann gríðarlega hræðsluáróður sem beint er gegn þeim sem reyna að fá launahækkanir, úr öllum mögulegum áttum. Í því skyni er hinum svokallaða „verðbólgudraug“ óspart beitt.

Alþingi Íslendinga logar sem aldrei fyrr, þar er hver höndin uppi á móti annarri og vilji til málamiðlana og samninga virðist vera enginn. Enda er traust almennings á Alþingi og þeim sem þar starfa í lágmarki. Dögun setur stórt spurningamerki við þá pólitísku menningu sem ræður ríkjum hér á landi um þessar mundir og telur það dagljóst að henni verði að snúa til betri vegar. 

Dögun skorar á þá aðila sem eru í eldlínunni að girða sig í brók og snúa við þessari óheillaþróun. Þá styður Dögun heilshugar þá hópa sem nú eru að reyna að sækja sér launahækkanir, sem eru lagðar fram á lýðræðislegan hátt og miða að því að auka hér á landi það sem kalla mætti efnahagslegt jafnrétti.

Fundarboð

18. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl.20:00 á Grensásvegi 16 A

Dagskrá fundar:

1.Bréf til Greco og Transparency
2. Dreifibréf með helstu stefnumálum Dögunar
3. Heimsóknir á landsbyggðina
4. Gullkistan
5. Atvinnuauglýsing
6.Húsnæðismál
7. Önnur mál

Umsögn Dögunar um makrílfrumvarpið

18. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Reykjavík 30. apríl 2015 Alþingi Nefndarsvið Alþingis Við Austurvöll 150 ReykjavíkA   Umsögn um frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur – Atlantshafsmakríl, 691. mál.   Inngangur Stjórnmálasamtökin Dögun hafna alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um kvótasetningu á makríl. Dögun hafnar þeim þjófnaði og þeirri einkavinavæðingu sem þar er ráðgerð. Málsmeðferð þingsins er fyrir neðan allar […]

Nýlendustefna á haus

18. maí 2015 - Ritstjórn

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar. Íslendingar hafa ekki efni á að reka eigin Landhelgisgæslu.Þeir hafa heldur ekki efni á að reka almennilegt og mannúðlegt fangelsiskerfi og réttarkerfið er fjársvelt. Íslendingar hafa heldur ekki efni á að gera við götur höfuðborgarinnar, vegi út á landi eða þjóðveginn. Íslendingar hafa heldur ekki efni á því að reka heilbrigðiskerfið […]

Ályktun um makrílkvótann

25. apríl 2015 - Helga Þórðardóttir

Stjórnmálasamtökin Dögun hafna alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um kvótasetningu á makríl. Dögun hafnar þeim þjófnaði og þeirri einkavinavæðingu sem þar er ráðgerð. Dögun bendir á að veiðireynsla stórútgerðarinnar byggist að stórum hluta á óábyrgum veiðum til mjölvinnslu, sem miðuðust við að landa sem mestu magni af makríl óháð þeim verðmætum sem hægt var að búa til. […]

Ályktun um lágmarkslaun

17. apríl 2015 - Helga Þórðardóttir

Dögun stjórnmálasamtök styðja kröfu launafólks um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Dögun bendir stjórnvöldum á að hækkun persónuafsláttar eykur kaupmátt lægstu launa. Dögun bendir jafnframt á að vaxandi launamunur og ójöfnuður verður til þess að skapa frekari sundrungu og óánægju í samfélaginu.

Framkvæmdaráðsfundur 16. april

14. apríl 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 16.apríl kl.20:00 á Grensásvegi 16 A Dagskrá fundar : Húsnæðismál Stefnuskjöl -útdráttur efnahagsstefna Svipan Viðburðir framundan Ályktun Önnur mál

Samantekt frá fundi um sjávarútvegsmál

21. mars 2015 - Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Dögun hélt opinn fund um sjávarútvegsmál í Kópavogi 12. mars síðastliðinn á veitingastaðnum Catalina, vel var mætt, húsfyllir og líflegar umræður. Fulltrúar í pallborði voru; Árni Múli Jónasson frá BF, Erling Ingvason frá Dögun, Gunnar Ingiberg Gunnarsson frá Pírötum, Lilja Rafney Magnúsdóttir frá VG, Ólafur Jónsson frá Sóknarhópnum og Ólína Þorvarðardóttir frá SF. Sjálfstæðisflokkur og […]

Ályktun um TISA

19. mars 2015 - Helga Þórðardóttir

Ályktun félagsfundar Dögunar um TISA samningana, haldinn fimmtudaginn 19. mars 2015. Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði vilja vekja athygli á nýjum fjölþjóðlegum samningi-TISA en Ísland tekur þátt í samningaferli vegna hans. Um er að ræða fríverslunarsamning um þjónustu. Þessi samningur fjallar um fjármálastarfsemi, þjónustu opinberra- og einkaaðila, lýðræðisleg réttindi launafólks og margt fleira. […]

FÉLAGSFUNDUR, TISA og lýðræðið

16. mars 2015 - Helga Þórðardóttir

Félagsfundur hjá Dögun verður haldinn fimmtudaginn 19. mars kl. 20:00. Staðsetning: Grensásvegur16A Fundarefni: TISA og lýðræðið. Gunnar Skúli Ármannsson mun kynna það sem er vitað um TISA samninginn sem er í burðarliðnum. Um er að ræða nýjan fríverslunarsamning sem fjallar mest um þjónustu. Ísland er þátttakandi í samningaviðræðunum. TISA samningurinn gæti skert völd lýðræðislegra kjörinna […]