Framkvæmdaráðsfundur 27. ágúst

25. ágúst 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 27.ágúst kl.18:00 á Grensásvegi 16 A. Þetta er fyrsti fundir eftir sumarfrí og mun dagskráin fyrst og fremst miða að því að skipuleggja starf vetrarins. Léttar veitingar verða í boði Dögunar. Viljum minna á að framkvæmdaráðsfundir eru opnir öllum félagsmönnum.
Hugmynd að dagskrá:
1. Almennar umræður um stöðuna hjá Dögun og stjórnmálin
2. Landsfundur
3. Framboðshugleiðingar Sigurðar.
4. Fjölmiðlar og Dögun
5. Fræðslufundur/ ráðstefna í september
6. Önnur mál

 

Helga skrifar meira

3. ágúst 2015 - Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, lætur ekki deigan síga í greinarskrifum og bætti við einni í Fréttablaðið um daginn. Umfjöllunarefnið var bankamál og hófst greinin svona „Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi“

Öll greinin er hér

Grein eftir Helgu í Fréttablaðinu

10. júlí 2015 - Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar birti grein í Fréttablaðinu þann 10.júlí síðastliðnn og segir þar m.a.: „Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja […]

Opið bréf til Alþingismanna

21. júní 2015 - Helga Þórðardóttir

Opið bréf til Alþingismanna Stjórnmálasamtökin Dögun hvetja Alþingismenn til að hafna alfarið makrílfrumvarpi og reglugerð sjávarútvegsráðherra. Við þurfum að læra af sögunni og varast að gera sömu mistökin síendurtekið. Þar viljum við benda Alþingismönnum á að kynna sér hvað hefur gerst eftir að þeir samþykktu að setja rækju á ný í kvóta síðastliðið haust. Afleiðingarnar af […]

Gullkistan

5. júní 2015 - Helga Þórðardóttir

Til hamingju með sjómannadaginn!   Gullkistan – net 2015

Félagsfundur

1. júní 2015 - Helga Þórðardóttir

Stjórnmálaástandið-félagsfundur Dögun stjórnmálasamtök boða til félagsfundar miðvikudaginn 3. júní kl 20:00 á Grensásvegi 16A. Dagskrá: Sigurður Haraldsson fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Helga Þórðardóttir kynnir nýtt dreifibréf Dögunar. Framkvæmdaráð.

Óskað er eftir 63 heiðarlegum Íslendingum til starfa.

28. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Laus eru til umsóknar störf 63 þingmanna á Alþingi Íslendinga Leitað er að fjölbreytilegum hópi fólks af báðum kynjum og öllum gerðum, með allskonar menntun og reynslu. Starfið felst aðallega í því að vinna að heildarhagsmunum almennings landi og þjóð til framfara og heilla. Skilyrði: Umsækjandi verður að uppfylla skilyrði Stjórnarskrár Íslands um kjörgengi. Mikilvægt […]

Ályktun um kjaradeilur og óstjórn

25. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þess ástands sem nú ríkir í íslensku samfélagi. Nú stefnir í að landið muni loga í verkföllum á næstu vikum. Fátt virðist benda til þess að gengið verði að kröfum ýmissa þeirra hópa sem nú fara fram á kjarabætur. Á meðan berast fréttir […]

Fundarboð

18. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl.20:00 á Grensásvegi 16 A Dagskrá fundar: 1.Bréf til Greco og Transparency 2. Dreifibréf með helstu stefnumálum Dögunar 3. Heimsóknir á landsbyggðina 4. Gullkistan 5. Atvinnuauglýsing 6.Húsnæðismál 7. Önnur mál

Umsögn Dögunar um makrílfrumvarpið

18. maí 2015 - Helga Þórðardóttir

Reykjavík 30. apríl 2015 Alþingi Nefndarsvið Alþingis Við Austurvöll 150 ReykjavíkA   Umsögn um frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur – Atlantshafsmakríl, 691. mál.   Inngangur Stjórnmálasamtökin Dögun hafna alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um kvótasetningu á makríl. Dögun hafnar þeim þjófnaði og þeirri einkavinavæðingu sem þar er ráðgerð. Málsmeðferð þingsins er fyrir neðan allar […]