Áramótaheit Dögunar

Áramótaheit Dögunar - Samþykkt landsfundar 8. nóvember 2014.

 

Skorað er á Alþingi að tryggja að fyrningarfrestir í málum sem snúa að skattaundanskotum til aflandsfélaga og skattaskjóla verði lengdir eins og þörf er, hluti mögulegra brota fyrnist um áramót 2014-2015 að óbreyttu.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, gefa hér með íslensku þjóðinni eftirfarandi áramótaheit:

 

Íslenska ríkinu/Alþingi er heimilt að veita  allt að 1/10 af framlagi ríkisins árið 2015, sem ætlað er að renni til starfsemi stjórnmálasamtakanna Dögunar, til embættis Skattrannsóknarstjóra, til kaupa á gögnum um fjármuni í erlendum skattaskjólum.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, skorar hér með á önnur stjórnmálasamtök eða flokka að taka þátt í þessu átaki og bjóða slíkt hið sama.

 

Formenn allra stjórnmálasamtaka og flokka sem fá framlag frá íslenska ríkinu fá senda þessa áskorun í ábyrgðarpósti. Dögun mun birta svörin jafnóðum og þau berast.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, býðst einnig til að halda utan um sjóð frjálsra fjárframlaga einstaklinga, lögaðila og fyrirtækja til að kaupa gögn um fjármuni í erlendum skattaskjólum. Þau framlög verða endurgreidd ef ekki reynist þörf fyrir þau eða gefin áfram samkvæmt beiðni gefanda.

 

Reikningurinn er hjá Sparisjóði strandamanna og er númer 1161-05-250244 á kennitölu Dögunar, 670209-1050.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði.